Næst stærsta tryggingarfélag Kína, Ping An Insurance Co., er við það að ganga frá kaupum byggingu Lloyd's í London. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Höfuðstöðvar tryggingarisans Lloyd´s hafa verið í byggingunni frá 1986, sem lítur út fyrir að vera á röngunni því lyfturnar eru utan á byggingunni.

Kaupverðið er 260 milljónir sterlingspunda, rúmir 50 milljarðar króna. Seljandinn er þýskur sjóður stjórnað af Commerz Real, sem er hluti af Commerzbank-samstæðunni. Sjóðurinn keypti húsið árið 2005 fyrir 231 milljón punda.