Hópur kínverskra fjárfesta, gerði tilboð í kauphöllina í Chicago fyrr á þessu ári. Nefnd sem metur hæfi erlendra fjárfesta, hefur nú gefið grænt ljós á kaupin, en nefndin hafði aðallega rannsakað hvort að kaupin gætu stefnt Bandaríkjunum í einhverskonar hættu.

Kauphöllin hefur verið starfandi í ríflega 134 ár, en mikilvægi hennar hefur dalað verulega á síðustu árum. Minna en 1% af heildarviðskiptum í Bandaríkjunum fara í gegnum kauphöllina í Chicago og hefur reksturinn því gengið brösuglega.

Óljóst er hvað kínversku fjárfestarnir ætla sér að gera við kauphöllina, en ýmsar getgátur hafa verið á lofti.