Kínverskir bílaframleiðendur eru nú mjög að sækja í sig veðrið og nægir þar að nefna samstarf Fiat Group og Guangzhou Automobile Group (GAIG) sem kynnt var á mánudag. Auk þess hefur kínverski bílaframleiðandi, Beijing Automotive Industry Holding (BAIC), nú gert tilboð í Magna International Inc. sem er kanadískt íhlutafyrirtæki.

Í síðustu viku gerði BAIC einnig tilboð í Adam Opel GmbH.sem hefur verið hluti af General Motors samsteypunni að því er fram kemur í New York Times. Samningaviðræður munu þó hafa gengið erfiðlega og hefur GM einnig verið að ræða við aðra tilboðsgjafa. Fiat hefur líka verið að bera víurnar í Opel undanfarna mánuði.

Þá gerði kínverski bílaframleiðandinn BAIC líka tilboð í síðustu viku í rússneska lánafyrirtækið Sberbank að sögn blaðsins. Fyrirtækið hefur einnig verið orðað við möguleg kaup á sænska bílaframleiðandanum Volvo út úr Ford samsteypunni.