Kínversk stjórnvöld hafa sent Bandaríkjamönnum formlega kvörtun eftir að bandarísk stjórnvöld hvöttu Kínverja til þess að viðurkenna fórnarlömb ódæðisins á Torgi hins himneska friðar fyrir 25 árum. Hong Lei, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Kína, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa afskiptasemi Bandaríkjamanna.

Tugir þúsunda eru samankomnir í Hong Kong til þess að minnast þess að 25 ár eru liðin frá því að ódæðið var framið en bannað er að minnast á atvikið í Kína. Hundruð manna létust þegar mótmælt var á Torginu fyrir 25 árum, en mótmælin eru þau öflugustu sem hafa orðið í Kína.

BBC greindi frá.