Stjórnvöld í Kína ætla að lækka skatt og aðrar takmarkanir á hagnað sem erlend fyrirtæki flytja úr landi um allt að helming. Þetta á sömuleiðis við um skatt á arð fyrirtækja sem skráð eru í Kína en í eigu erlendra aðila. Fram kemur í umfjöllun netútgáfu Financial Times að með aðgerðinni sé hvatt vonast til að fyrirtækin auki fjárfestingar sínar og dragi úr streymi fjármagns úr landi.

Fram til þessa hefur 10% skattur verið lagður á arðgreiðslur úr landi. Miðað við áform stjórnvalda fer hann niður í 5%.

Skattahagræðið á einungis við um fyrirtæki í þeim löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Kína, samkvæmt Financial Times.