Kínverski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur og fara þeir við það í 6,31%. Vaxtaákvörðunin er liður stjórnvalda í því að styðja við vöxt efnahagslífsins í kjölfar heimskreppunnar og aukins aðhalds í Kína sem átti að kæla ofhitnað hagkerfið og draga úr verðbólgu.

Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti þrívegis í fyrra og tvisvar árið 2010.

Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar að gert sé ráð fyrir fremur litlum hagvexti í Kína á þessu ári, á bilinu 7,9% til 8,2%. Verði það raunin hefur hagvöxtur í Kína ekki verið minni síðan árið 1999. Til samanburðar er verðbólgumarkmið kínverska seðlabankans 7,5%.