Stjórnvöld í Kína buðust í gær til að leggja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) til 43 milljarða dala, jafnvirði 5.400 milljarða íslenskra króna, í því skyni að auðvelda sjóðnum að slá á áhrifin af skuldavanda evruríkjanna. Í sérstökum sjóði AGS sem eyrnamerktur eru því verkefni að verja heiminn frá skuldakreppunni á evrusvæðinu eru nú 456 milljarða dala.

Reuters-fréttastofan segir framlag Kínverja koma í framhaldi af þeirri ákvörðun 20 helstu iðnríkja heims að auka fjárveitingar til AGS.

Reuters hefur efir Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS, að gengið verði á framlag Kínverja þegar aðrir sjóðir verði tæmdir. Það er í samræmi við kvaðir annarra nýmarkaðsríkja, s.s. Brasilíu, Rússland, Indland og Suður-Afríku, sem sögðust fús til að leggja sjóðnum til aukið fé að því tilskyldu að það verði notað þegar aðrir sjóðir hafi verið nýttir.