Efnahagsástandið í Kína hefur farið staðnandi og hlutabréfaverð lækkandi - og vegna þess hafa kínverskir fjárfestar í sífellt auknum mæli leitað til útlanda eftir stöðugum verðbréfum. Þá hafa þeir helst leitað til Hong Kong, sem er einskonar sjálfstætt borgríki á sama tíma og það er hluti af Kína.

Í Hong Kong eru minni sveiflur á hlutabréfamarkaði - auk þess sem gengi kínverskra hlutabréfa, sem skráð eru á sama tíma á hlutabréfamarkað á meginlandi Kína og í Hong Kong er talsvert lægra þegar maður fer út fyrir meginlandið - ríflega 35% lægra að meðaltali.

Þá býðst kínverskum fjárfestum einnig að kaupa í eignastýringarsjóðum sem reknir eru af kínverskum fjárfestum og eiga aðallega erlend - bandarísk, japönsk og evrópsk - verðbréf, hvort sem er skuldabréf eða hlutabréf.  Á síðustu tveimur árum hefur fjármagn í slíkum eignastýringarsjóðum aukist um 18 milljarða júan, eða 342 milljarða íslenskra króna.