Kínverjar sem búa í suðurhluta landsins lifa fimm árum lengur að meðaltali en þeir sem búa í norðurhlutanum. Þetta er þróun síðustu áratuga vegna skaðlegra áhrifa mengunar á heilsu íbúanna.

Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu sem kom út á mánudaginn og birtist í tímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Þeir sem stóðu að rannsókninni skoðuðu áhrif mengunar á heilsu Kínverja frá 1981 til 2001.

Mengunin stafar aðallega af kolaverksmiðjum og telja rannsakendurnir að þær 500 milljónir, sem búa fyrir norðan Huai ána, muni missa 2,5 milljarða ára samtals í lífslíkum vegna mengunar í lofti.

Í rannsókninni kom einnig fram að hærri dánartíðni væri að finna í öllum aldurshópum svo áhrif mengunarinnar leggst jafnt þungt á ungt og gamalt fólk.

Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem aðeins er stuðst við gögn frá Kína. Sjá nánar á The New York Times .