Leiðtogar Kínverja og Tævana eru byrjaðir í viðræðum. Það eru tveir ráðherrar sem taka þátt í viðræðunum. Af hálfu Kína er það Wang Yu-chi en Zhang Zhijun af hálfu Tævan. BBC segir að jafn háttsettir menn frá ríkjunum tveimur hafi ekki ræðst við síðan í borgarastyrjöldinni í Kína 1949.

Stjórnvöld í Tævan segja að þau muni leggja mikla áherslu á að ræða fjölmiðlafrelsi. Aftur á móti er talið að kínversk stjórnvöld muni þrýsta mikið á um að gerður verði fríverslunarsamningur á milli ríkjanna sem situr núna fastur í þinginu.

BBC greindi frá