Stjórnvöld í Kína leita nú allra leiða til að örva efnahagslífið og auka hagvöxt. Þetta á meðal annars að gera með opinberum framkvæmdum, s.s. lagningu lestarbrauta og byggingu flugvallar við Yangtze-fljóts. Þá mun kínverski seðlabankinn jafnframt lána meira til útflutningsfyrirtækja svo þau geti aukið framleiðslu sína og þar með útflutning.

Breska útvarpið ( BBC ) bendir á að 7,4% hagvöxtur hafi mælst á fyrsta ársfjórðungi. Það var 0,3 prósentustiga samdráttur á milli ára. Samdrátturinn skýrist einkum af minni útflutningi til helstu viðskiptalanda Kína.