Kínversk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að styðja við bakið á björgunarsjóði evrulandanna en hversu há upphæðin verður, sem Kínverjar munu leggja fram, ræðst meðal annars af þeim ábyrgðum sem evruríkin munu bjóða þeim, að því er segir í frétt Finanacial Times.

Kínverjar sitja á gríðarlega miklum sjóðum í erlendum myntum. Um fjórðungur eða um 3.200 milljarða dala af því er í evrum. Rætt er um að Kínverjar muni leggja björgunarsjóðnum til 50-100 milljarða dala eða þá að sú upphæð verður sett í nýjan sjóð undir forystu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.