Varautanríkisráðherra Kína, Liu Zhenmin áréttaði það að heimshlýnun væri ekki gabb (e. hoax), fundið upp af Kínverjum til þess að skaða samkeppnishæfi Bandaríkjanna, eins og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna hélt fram. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Zhenmin benti jafnframt á það að forrennari hans í starfi, Ronald Reagan hafi hafið samningsviðræður til að koma í veg fyrir heimshlýnun á níunda áratugnum. Einnig hafi George H.W. Bush stutt málstaðinn.

Árið 2012 setti Trump færslu inn á Twitter síðu sína þar sem að hann tók fram að: „Hugmyndin um heimshlýnun hafi verið fundin upp af Kínverjum til þess að bandarísk fyrirtæki yrðu ekki eins samkeppnishæf og þau kínversku.“