Kínverjar ertu stærsti erlendi eigandi bandarískra skuldabréfa og eiga samtals um það bil 1.400 milljarða dala í nánast öllum útistandandi flokkum. Þeir hafa nú byrjað að losa um bandarísk skuldabréf en ekki í miklu mæli. Morgunpóstur IFS greinir frá þessu nú í morgun.

Margir hafa haft áhyggjur af því hvað myndi gerast þegar Kína myndi byrja að losa um gríðarlega eign sína í bandarískum skuldabréfum en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem Kína er að selja. Þrátt fyrir það hefur krafan á skuldabréfin lækkað það sem af er ári, og þar með hefur verðið hækkað.

Þrátt fyrir að Kínverjar hafa verið að selja skuldabréfin þá virðist vera næg eftirspurn, en eftirspurnin virðist vera rakin til bandarískra sjóða. Bandarískir sjóðir hafa í auknu mæli verið að færa sig yfir í öruggara skjól sem felst í ríkispappírum, en  til að verja sig gagnvart neikvæðum efnahagshorfum.

„Eins og staðan er í dag eru erfiðleikar í Bandaríkjunum um þessar mundir sem er hægur vöxtur launa og viðvarandi lág verðbólga. Það virðist vera næg ástæða til þess að markaðurinn telur að ekki sé hægt að hækka stýrivexti að svo stöddu og eftirspurn eftir bandarískum ríkispappírum eykst. Hvort markaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér verður spennandi að fylgjast með.“

Samkvæmt IFS greinir frá því að bandarísk skuldabréf í eigu erlendra aðila sé um 6.100 milljarðar dala.