Kínverska fyrirtækið Geely Automobil Holdings sem hefur gert tilboð um kaup á Volvo í Svíþjóð hefur lagt fram áætlun um margfalda framleiðslu og sölu á Volvo. Fjallað er um málið á vefsíðu Dagens Nyheter í dag.

Hugmynd Kínverjanna byggir á að flókari framleiðsluþættir verði áfram unnir í verksmiðjum í Svíþjóð. Þá verði reist ný verksmiðja í Kína sem eigi að afkasta 300.000 bílum á ári. Komið verði fram með tvær til þrjár nýjar gerðir af Volvo á næsti þrem til fjórum árum til að auka söluna á heimsvísu. Reiknar Geely með að hægt verði að selja 200.000 Volvobíla í Kína á ári á móti 12.600 sem seldust þar í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að eftir fjögur til fimm ár verði heildarsalan á Volvo komin í eina milljón bíla á móti 400 þúsund bílum í dag.

Enn mun þó talsvert í land að Ford sé tilbúið að sleppa hendinni af Volvo. Er sagt að þar standi einkum í Ford að afhenda Kínverjum þá tækni sem Volvo ræður yfir.