Kínverjar þurfa að skapa 10 milljónir nýrra starfa á ári. Til þess að ná þeim árangri þarf hagvöxtur að vera 7,2%. Þetta sagði Li Keqiang, forsætisráðherra, í gær.

Ræða Lis var birt á opinberri vefsíðu í gær. Ræðan bendir til þess að kínversk stjórnvöld séu sátt við þann hagvöxt sem er í landinu núna en opinber markmið stjórnvalda er að hagvöxtur í ár verði 7,5%.

Hagvöxtur í Kína hefur verið að meðaltali 10% á liðnum þremur áratugum. Kína er komið í hóp stærstu hagkerfa í heiminum. Millistéttin býr við betri kjör en áður og utanríkisviðskipti hafa aukist.

Hér er fjallað nánar um málið.