Kínversk stjórnvöld hafa yfirheyrt stjórnendur Microsoft og Mercedes-Benz í dag vegna meintra samkeppnisbrota. Jafnframt hafa þau rannsakað tölvubúnað fyrirtækjanna í Kína. Financial Times greinir frá þessu á vef sínum.

Stofnunin NDRC (e. National Development and Reform Commission) sér um rannsóknina, en óljósar fréttir eru um meint brot.

Stofninin boðaði í gær háar sektir á Audi og Chrysler og að auk á 12 japanska bíla- og varahlutaframleiðendur. NDRC rannsakar einnig bandaríska skipaframleiðandann Qualcomm.

Að auki hefur hún bannað stjórnvöldum og Kínverska kommúnistaflokknum að kaupa vörur frá Apple, Microsoft og vírusvarnarframleiðandanum Symantec.

Kínverskir greiningaraðilar segja í samtali við FT aðgerðirnar vera hluta af verndarstefnu  Xi Jinping forseta Kína fyrir kínverkar vörur.

Það vekur athygli hvað bílaframleiðendur eru áberandi í rannsókninni. Kínverskir bílaframleiðendur hafa átt mjög erfitt uppdráttar á heimamarkaðnum þrátt fyrir mikla söluaukningu á undanförnum árum. Kínverjar hins vegar mjög hrifnir af þýskum og bandarískum lúxusbílum.