Stjórnvöld í Kína hafa bannað starfsmönnum hins opinbera að nota stýrikerfið Windows 8, sem er það nýjasta úr smiðju bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft. Microsoft hefur um árabil átt í erfiðleikum með að nema land í Kína. Þar er Windows XP-stýrikerfið sem kom út árið 2001 hins vegar notað víða. Microsoft hefur hins vegar hætt að styðja við stýrikerfið og gefa út viðbætur við það.

Reuters-fréttastofan segir ákvörðun stjórnvalda í Kína byggja á því að þeim rökum að landsmenn eigi ekki að nota Windows 8 af öryggisástæðum. Ekki fylgdu frekari rök fyrir þeirri ákvörðun stjórnvalda þrátt fyrir að útlit sé fyrir að notendur Windows XP séu nú berskjaldaðir fyrir óværum ýmis konar.

Rifjað er upp í umfjöllun um málið að Steve Ballmer, fyrrverandi forstjóri Microsoft, hafi árið 2011 sagt svo mikla ólöglega afritun á hugbúnaði tíðkast í Kína að tekjur fyrirtækisins í þessu risastóra landi séu minni en í Hollandi.