Að minnsta kosti þrjú kínversk fyrirtæki vilja vilja kaupa Starwood hótelkeðjuna. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Ef af yrði, væri þetta stærsta yfirtaka kínversk aðila á bandarísku fyrirtæki í sögunni. Markaðsverð á Starwood er um 12 milljarðar dala, eða 1.500 milljarðar króna.

Stærstu viðskiptin til þessa eru kaup China Investment Corporation (CIC) á 9,9% hlut í Morgan Stanley árið 2007 fyrir 5,6 milljarða dala, um 700 milljarða króna.

Samkvæmt frétt blaðsins vilja eru fyrirtækin þrjú að reyna að sannfæra stjórnvöld í Peking um að fá að bjóða í Starwood.

Starwood rekur yfir 1.200 hótel undir 10 nöfnum. Þeirra á með eru Sheraton, Westin, Le Meridien, W Hotels, Luxury Collection og St. Regis.