Kínverski þjóðarbankinn (People´s Bank of China) hefur lýst sig reiðubúinn að vinna með vestrænum þjóðum að því að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segist eiga mikið samstarf við Kínverja varðandi gjaldeyrisviðskipti síðarnefnda landsins.

Um 70% af gjaldeyrissjóði Kína er í Bandaríkjadölum, en gjaldeyrisforði landsins er að andvirði 1,81 billjóna dala.

Svo virðist sem Kínverjar séu þó til í að kaupa enn meira magn Bandaríkjadala, samkvæmt frétt Telegraph.

Kreppan er nýbyrjuð að bíta af krafti á asískum mörkuðum, en framleiðslufyrirtæki þar líða fyrir minnkandi neyslu í vestrænum löndum.