"Kínversk fyrirtæki ættu að nota orkugjafa sem notast við endurnýtanlega orku og menga lítið," segir í tilkynningu sem kínversk stjórnvöld sendu frá sér á mánudag. Draga á úr notkun orkugjafa sem sjálfir eru knúnir af mikilli orku, segir ennfremur í tilkynningunni. Kínversk stjórnvöld reyna að stýra eftir fremsta megni byggingu orkuvera og auka á notkun umhverfisvænni orkugjafa til dæmis með vatnsaflsvirkjunum og kjarnorkuverum. Raforka Kínverja er að megninu til framleidd í jarðvarmavirkjunum en um 70% framleiðslunnar eru knúin áfram með kolum. Eftirspurn eftir raforku í Kína hefur aukist mjög frá því í júní 2002 þar sem hagkerfið stækkar óðum.