Hlutabréfavísitalan í Shanghai lækkaði um 6,15% í viðskiptum dagsins.

Gengi kínverskra hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en ekki þarf að leita langt aftur til að finna viðlíka lækkun á einum degi. Þannig lækkaði gengi vísitölunnar um 8,48% þann 27. júlí sl.

Aðrar vísitölur lækkuðu einnig í viðskiptum dagsins, en t.d. lækkaði gengi Shenzhen vísitölunnar um 6,6%.

Markaðsaðilar hafa áhyggjur af því að hægja hafi tekið á kínversku hagkerfi og óttast að aðgerðir stjórnvalda muni duga til að koma hagkerfinu á réttan kjöl.

Gengi Shanghai-vísitölunnar hefur nú fallið um nær 35% á síðustu þremur vikum, eftir að hafa náð hæsta gildi sínu í sjö ár þann 12. júní sl.