Hlutabréfavísitalan í Shanghai lækkaði um 2,67% í viðskiptum dagsins í kjölfar þess að um helgina voru birtar framleiðslu- og fjárfestingartölur sem voru undir væntingum markaðsaðila.

Þá var greint frá því að vöxtur í fjárfestingu og iðnaðarframleiðslu hefði verið undir væntingum í síðasta mánuði. Þannig jókst framleiðslan um 6,1% frá árinu áður, en spár höfðu gert ráð fyrir 6,4% vexti. Þá nam vöxtur fjárfestingareigna aðeins 10,9% og hefur ekki verið minni í fimmtán ár.

Shanghai-vísitalan stendur í 3.114 stigum eftir lækkun dagsins. Ekki lækkuðu hins vegar öll hlutabréf í verði á kínverskum markaði, en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,27%.