Kínversk stjórnvöld hækkuðu eldsneytisverð um 10% í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem verð á eldsneyti er hækkað frá því í maí á síðasta ári. Verðhækkunin kemur á sama tíma og hráolíuverð fór yfir 96 Bandaríkjadali á mörkuðum. Hækkunin er jafnframt kúvending á fyrri stefnu stjórnvalda, en í september síðastliðnum hétu stjórnvöld því að viðhalda óbreyttu eldsneytisverði til ársloka.

Sjá erlendar fréttir Viðskiptablaðsins.