Wen Jiabao. forsætisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi að gera þurfti efnhagslegar og stjórnmálalegar breytingar bæði hjá kínverska kommúnistaflokknum og í landinu sjálfu. Jiabao er talinn einn framsæknasti stjórnmálamaðurinn í Kína og hefur m.a. stýrt efnhagslegum umbótaaðgerðum.

„Ný vandamál hafa skotið upp kollinum í kínversku samfélagi og ef ekki koma til lausnir sem taka á þeim grunnvanda gætu sögulegar hörmungar á borð við mennningarbyltinguna endurtekið sig,“ sagði Wen Jiabao.

Kínversk stjórnvöld hafa samþykkt fjárlög fyrir þetta ár sem fela í sér aukna innanlandsneyslu til þess að halda kínverska hagkerfinu gangandi þrátt fyrir minnkandi eftirspurn á mörkuðum á heimsvísu. Með þessum aðgerðum stefna Jiabao og kínverska stjórnin að því að hagvöxtur i Kína verði í kringum 7,5% í ár.