Kínverska fyrirtækið Sinopec International hefur staðfest að félagið hafi fengið nauðsynlegar heimildir frá kínverskum yfirvöldum til þess að ljúka við kaup á  kanadíska olíurannsóknarfélaginu Tanganyika Oil að því er kemur fram hjá Rauters.

Kaupin eru gerð í gegnum dótturfélag Sinopec International Petroleum Exploration and Production Corp.

Stjórn Tanganyika greindi frá því fyrr í mánuðinum að hún styddi yfirtökutilboð Sinopec sem hljóðar upp á 25,53 Bandaríkjadali á hlut.

Vogunarsjóðurinn Boreas Capital, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu,  á 6% hlut í Tanganyka. Boreas styður tilboðið eins og áður hefur komið fram hér á viðskiptavefnum.