Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að leggja verndartolla á innflutt vín frá Evrópusambandinu. Frá þessu greina kínversk yfirvöld aðeins sólarhring eftir að ESB ákvað að leggja sambærilega tolla á kínverskar sólarrafhlöður.

Fulltrúar ESB hafa haldið því fram að undirboð kínverskra sólarrafhlöðuframleiðenda skaði aðila í sama geira innan Evrópusambandsins. Kínversk stjórnvöld hafa svarað því til að þeim þyki skattlagningin ósanngjörn og hafa nú gripið til þess ráðs að leggja sambærilegan skatt á evrópskan innflutning.