*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 4. júlí 2018 11:28

Kínverska Júanið féll um 0,8%

Júanið féll á þriðjudagsmorgun, en náði sér á strik aftur eftir inngrip kínverskra ríkisbanka.

Ritstjórn
Kínverski gjaldmiðillinn hefur átt undir högg að sækja á árinu.
Aðrir ljósmyndarar

Kínverska Júanið féll um 0,8% gagnvart bandaríkjadal á þriðjudagsmorgun, en náði sér aftur upp í 0,3% lækkun síðdegis eftir að ríkisbankar brugðust við með miklum uppkaupum á gjaldmiðlinum til að koma í veg fyrir frekara fall. Viðsnúningurinn hélt áfram í dag með frekari aðgerðum ríkisbankanna og gengið hefur nú styrkst um 0,2%.

Gjaldmiðillinn hefur verið að falla á árinu: júní var versti mánuður í sögu hans, en hann féll um 3,3% yfir það tímabil.

Kínverski seðlabankinn kenndi í tilkynningu á þriðjudagseftirmiðdag styrkingu bandaríkjadals og eðlilegum fylgifiskum hagsveiflunnar um lækkunina, og bætti við að undirliggjandi þættir hagkerfisins stæðu vel og fjármagnsflutningar gagnvart útlöndum væru í jafnvægi.

Greiningaraðilar bentu á að ólíkt gengislækkunum fyrr á árinu, sem hafi fyrst og fremst verið gagnvart bandaríkjadal og rekja mætti til styrkingar hans, hafi gengisfallið nú verið gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum Kína.

Slökun peningastefnu, áhyggjur af tollastríði við bandaríkin, og kulnun kínverska hagkerfisins eru taldar helstu ástæður gengisfallsins í frétt Financial Times.

Stikkorð: Kína gjaldmiðlar Yuan Kína
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is