Kínverski þjóðarbankinn hefur byggt upp eignir að andvirði samtals 9 milljarða punda (1.400 ma. íslenskra króna) í mörgum af traustustu fyrirtækjum Bretlands, m.a. HSBC, Tesco og Unilever.

Umfang fjárfestinga SAFE (State Administration of Foreign Exchange), sem er einn armur kínverska þjóðarbankans, í félögum skráðum í Lundúnum er því mun meira en áður hefur verið talið.

Talið er að SAFE eigi nú að meðaltali um 0,75% hlut í tveimur þriðju hlutum félaga FTSE100 vísitölunnar. Það þýðir að kínverska ríkið er einhvers staðar á bilinu 17-23. sæti á lista yfir stærstu fjárfesta á Lundúnamarkaði.

Erfitt er að meta umfang eignarhluta SAFE með nákvæmni þar sem hann er minni en 3% í fyrirtækjum, en fari hann yfir þau mörk er félögum skylt að birta hver á hann.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph.