Fyrir ári var kínverski listmarkaðurinn talinn af mörgum sá stærsti í heiminum, leiddur áfram af tveimur stórum uppboðshúsum, Poly Auction og China Guardian.

Afkomutölur þeirra fyrir árið 2012 hafa hins vegar leitt í ljós að sala hefur minnkað um rúman helming, eða sem nemur í kringum 2,4 milljörðum bandaríkjadollara.

Á hinn bóginn hefur þótt erfitt að treysta kínverskum sölutölum yfirleitt þannig að óvíst er hvort hann hafi verið eins stór og rætt var um í fyrstu. Líklegt þykir þó að minnkandi hagvöxtur í Kína og pólitísk óvissa eigi hér einnig hlut að máli.