Margir hafa sjálfsagt orðið varir við það að Hollywood gamanmyndum er að fækka. Árið 2010 voru gamanmyndir 31% af Hollywood kvikmyndum sem framleiddar voru það ár, en þær voru einungis 12,5% af framleiddum kvikmyndum árið 2014.

Ástæða þess að svona fáar gamanmyndir eru í framleiðslu er sú að húmor Bandaríkjamanna er ekki gagngengur um allan heiminn. Stærsti erlendi markaður Hollywood kvikmynda er Kína og oft getur verið erfitt að þýða ameríska húmorinn þar í landi.

Kvikmyndaframleiðendur vilja minnka áhættur í framleiðslu sinni og framleiða því margar endurgerðir eða framhaldsmyndir þar sem um öruggan markað er að ræða. Nú hafa framleiðendur í Hollywood áttað sig á því að bandarískum gamanmyndum gengur illa Vestan hafs. Hins vegar vita þeir að spennumyndir eins og Transformers hefur gengið mjög vel í Kína. Transformers 4, til að mynda, er um þessar myndir að slá öll sölumet í kínverskum kvikmyndahúsum. Því framleiða þeir í auknum mæli þannig kvikmyndir.