China Shipbuilding Industry co., stærsta skipasmíðastöð Kína, ætlar að safna 1,4 milljarði Bandaríkjadala, um 170 milljörðum króna, með því að sækja á kínverkska hlutabréfamarkaðinn. Þetta kemur fram í Financial Times í dag.

Með þessu ætla stjórnvöld í Kína að efla herskipaframleiðslu. Skipasmíðastöðin er að mestu leyti í eigu kínverska ríkisins og mun hún nota fjármagnið til að kaupa tæki og tól í skipasmíðina.

Kínverjar ætla að smíða fleiri skip sem geta verið fjarri heimahöfn í lengri tíma. Fyrsta flugmóðuskip Kínverja, Lianoing, var tekið í notkun árið 2011. Skrokkur þess var smíðaður í Ukraínu.  Sérfræðingar segja tímaspursmál hvenær Kínverjar munu byggja flugmóðurskip frá grunni.

Kínverjar ætla að nota öflugri flota aðallega í Kínahafi þar sem þeir eiga í m.a. í deilum við Japani um yfirráðarétt á eyjum sunnan við Japan.