Kínversk yfirvöld reyna nú að semja við vörubílstjóra sem hafa lagt niður vinnu og sitja um stærstu höfn landsins, Baoshan í Shanghai. Vörubílstjórarnir eru að mótmæla hækkandi olíuverði og hafnargjöldum og óttast yfirvöld að mótmælin eigi eftir að breiðast út til annarra borga í Kína. Óeirðalögreglan er á hverjum gatnamótum við Baoshan höfnina í Shanghai og hafa mótmælin breiðst út til annarra hafna í Shanghai. Vitni segja að þúsundir vörubílstjóra séu að mótmæla samkvæmt Financial Times en samkvæmt Reuters eru mótmælendur um 600.

Háu olíuverði hefur verið mótmælt í fleiri löndum en Kína undanfarið, t.d. á Filipseyjum, Úganda og Kenía.