*

miðvikudagur, 22. janúar 2020
Innlent 19. júlí 2019 10:15

Kínverskt flugfélag sækir um á KEF

Kínverska flugfélagið Tinajin Airline hefur sótt um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.

Ritstjórn
Aukinn áhugi er í Kína á ferðum til Íslands en í Kína búa nær 1,4 milljarður manna.

Samkvæmt heimildum ritstjóra fréttavefsins Túristi hefur kínverska flugfélagið Tinajin Airline sótt um þrjá afgreiðslutíma á viku næst vetur. Umsóknin gerir þó ekki ráð fyrir beinu flugi frá Kína til Íslands heldur verði flogið frá kínversku borginni Wuhan til Helsingi og frá Finnlandi verði svo flogið til Íslands. 

Tekið er fram í frétt Túrista að ekki sé í hendi að þetta flug verði að veruleika til að mynda sé ekki hægt að bóka ferðina á heimasíðu Tinajin Airlines. Hins vegar horfi stjórnendur kínverska flugfélagsins til lengra áætlunarflugs og er gert að því skóna í fréttinni að flug til Finnlands og Íslands kunni að vera skref í þeirri áætlun félagsins. 

Áður hefur Túristi greint frá því að Finnair geri ráð fyrir að fjölga ferðum til Íslands næsta vetur og komi það til vegna aukinnar eftirspurnar eftir ferðum til Íslands í Asíu.