*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 22. maí 2013 18:51

Kínverskum eftirlíkingum fargað í Sorpu

Tollgæslan lagði á dögunum hald á gám fullan af kínverskum eftirlíkingum af

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tollgæslan stöðvaði nýverið gámasendingu frá Kína við reglubundið eftirlit. Gámurinn reyndist innihalda á annað hundrað húsgögn sem öll voru eftirlíkingar af verkum frægra hönnuða frá Bretlandi, Danmörku, Ítalíu og Þýskalandi. Um var að ræða eftirlíkingar af þekktum húsgögnum sem seld eru í sérverslunum hér á landi. Húsgögnunum var fargað í móttökustöð Sorpu undir eftirliti tollvarða. Er greint frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður tolleftirlits, segir í samtali við Morgunblaðið nokkuð algengt að við eftirlit á innflutningi finnist eftirlíkingar af þekktum vörum. Í flestum tilvikum sé þó um að ræða minni varning en það sé aðallega í stærri málum sem þessu að hinn löglegi umboðsaðili vörunnar krefjist þess að eftirlíkingunum sé fargað.

Í sumum tilvikum er það jafnvel svo að kaupandi vörunnar haldi að hann sé að kaupa upprunalegu vöruna en þegar varan er komin hingað til lands reynist hún ódýr eftirlíking.

Stikkorð: Sorpa