Kínverski seðlabankinn vinnur að því um þessar mundir að sannreyna hvort ásakanir um að einn af umsvifameiri bönkum landsins hafi hjálpað vildarviðskiptavinum sínum að flytja háar fjárhæðir úr landi. Slíkt er í andstöðu við lög um gjaldeyrisviðskipti sem eru í gildi í Kína.

Það var ríkissjónvarpsstöðin CCTV sem greindi frá málinu á miðvikudag en þar var bankinn sagður stunda peningaþvætti.

Lögum samkvæmt mega kínverskir ríkisborgarar flytja jafnvirði 50.000 dollara úr landi á ári eða tæpar 5,7 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The New York Times af málinu.