Caixin China General Manufacturine Purchasing Managers Index, vísitala sem mælir gengi kínversks framleiðslugeira féll úr 47,8 stigum í júlí niður í 47,1 stig eftir fyrstu þrjár vikurnar í ágúst og hefur ekki verið lægri í sex og hálft ár. Þessu greinir Financial Times frá.

Kínverskir verðbréfamarkaðir hafa í kjölfarið fallið þó nokkuð það sem af er degi. Shanghai Composite vísitalan féll t.a.m. um 4,3 prósentustig og útlit er fyrir að fregnir af minnkandi framleiðslu í Kína hafi haft áhrif á verðbréfamarkaði um heim allan.

Þá féll S&P 500 vísitalan í New York um 17 stig í dag eftir að hafa fallið um 44 stig í gær og stendur nú í 2.018 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í febrúarbyrjun. Þá féll Nikkei 225 vísitalan í Japan um þrjú prósent, S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu um 1,4 prósent og Kospi vísitalan í Suður Kóreu um tvö prósent svo nokkur dæmi séu tekin.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .