Kjalar ehf. hefur í dag keypt hlutabréf í Eglu hf. að nafnverði kr. 2.562.043 eða 23,12% eignarhlut í félaginu. Kaupverð hlutanna var kr. 5.501.000.000. Eigendur Eglu hf. eftir viðskiptin eru Ker hf. (68,04%), Kjalar ehf. (27,93%) og Fjárfestingarfélagið Grettir hf. (4,03%).

Eignarhlutur Eglu hf. í Kaupþingi banka hf. er 63.733.352 hlutir eða 9,65% af heildarfjölda hluta. Félagið á kauprétt að 8.150.000 hlutum í Kaupþingi banka hf. Egla hf. er fruminnherji í Kaupþingi banka hf. í krafti eignaraðildar félagsins sbr. 1. tl. 2. mgr. 43. gr. laga nr. 33/2003 eins og kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kjalar ehf. er fjárhagslega tengt Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Eglu hf. og fruminnherja í Kaupþingi banka hf.

Ólafur Ólafsson á enga hluti í Kaupþingi banka hf. Kjalar ehf. á enga hluti í Kaupþingi banka hf. Aðrir aðilar fjárhagslega tengdir Ólafi Ólafssyni eiga 8.000 hluti í Kaupþingi banka hf.