Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að við endurskoðun kjarasamninga í febrúar verði frekari kjarabætur sóttar fyrir félagsmenn sambandsins ef atvinnurekendur semja umfram almennar kjarabætur við aðrar stéttir.

Kröfur flugumferðarstjóra umfram almenna markaðinn

Truflanir hafa verið á flugi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra en þeir fara fram á töluvert meiri kjarabætur en á almenna markaðnum.

Tryggður er réttur til að endurmeta stöðuna í febrúar í rammasamningum  um launaþróun sem gerðir voru í tengslum við SALEK samkomulagið. Þar er gert ráð fyrir árlegri endurskoðun þangað til núverandi kjarasamningar renna út í árslok 2018. Þetta kemur fram í frétt RÚV.is um málið.