Fjármálastjórar stærstu fyrirtækja landsins segja almennt að nýgerðir kjarasamningar myndu hafa áhrif til hækkunar verðlags og til lækkunar afkomu fyrirtækja. Er þetta meðal niðurstaðna könnunar Deloitte á meðal fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Svör fjármálastjóra um stöðu fyrirtækja eru svipuð og í síðustu könnun sem gerð var í nóvember 2015.

Fjármálastjórar gera almennt ráð fyrir nokkurri aukningu EBITDA hagnaðar á næstu tólf mánuðum. Um 40% fjármálastjóra gera ráð fyrir ráðningu nýrra starfsmanna og helmingur gerir ráð fyrir að hagnaður aukist frá fyrra ári. Ríflega helmingur fjármálastjóra telur vaxtartækifæri svipuð og fyrir sex mánuðum en um 40% telja þau betri. Mikill meirihluti fyrirtækja stefnir á fjárfestingar á árinu, eða 75%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .