Nokkur óvissa er nú í rekstrarumhverfi fyrirtækja og er niðurstaða kjarasamninga einn helsti áhættuþáttur í rekstri fyrirtækja en vaxtastig og verðbólga eru einnig áhættuþættir að mati fjármálastjóra íslenskra fyrirtækja. Er þetta meðal niðurstaðna úr þriðju könnun Ráðgjafarsviðs Deloitte meðal fjármálastjóra stærstu fyrirtækja á Íslandi sem framkvæmd var í apríl. Könnunin var sett á laggirnar að fyrirmynd Deloitte á alþjóðavísu og tilgangur hennar er að sýna mat fjármálastjóra á stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfisins. Þessi könnun er gerð tvisvar á ári.

Sendur var spurningalisti til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Aðspurðir telja fjármálastjórar stýrivexti Seðlabankans of háa. Meirihluti fjármálastóra telur að mikið framboð af lánsfé sé til staðar en að kostnaður við lánsfé sé hár. Um 69% þátttakenda segja að framboð á nýju lánsfé sé mikið, en aðeins 5% að framboðið sé lítið.

Hins vegar segja 82% aðspurðra að ný lántaka sé dýr, á meðan aðeins 6% segja hana ódýra. Fjárhagslegar horfur hafa lítið breyst en mat á fjárhagslegum horfum og fjárhagslegri áhættu er mjög svipað og það var fyrir ári síðan í apríl 2014.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .