*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 27. september 2021 16:39

Kjarasamningum verður ekki sagt upp

Lífskjarasamningurinn stendur út gildistíma sinn, í nóvember á næsta ári, þó stjórnvöld hafi ekki staðið við sitt að öllu leyti.

Ritstjórn
Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Haraldur Guðjónsson

Lífskjarasamningurinn á milli SA og ASÍ stendur þó stjórnvöld hafi ekki á staðið við allar sínar aðgerðir. Þetta er niðurstaða af fundi ASÍ og SA í dag.

Þegar gengið var frá samningunum árið 2019 voru tilgreindar þrjú atriði sem gætu leitt til uppsagnar samningsins. Fyrstu tvö atriðin stóðust en þau snéru að lækkun vaxta og auknum kaupmætti launa. Forsendunefnd SA og ASÍ taldi þriðja atriðið, um boðaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana hefðu ekki staðist að öllu leyti.

Engu síður var það niðurstaða fundar samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA í dag að samningarnir héldu út gildistíma sinn sem er 1. nóvember árið 2022.