Kjarasamningur SFR og ríkisins f.h. fjármálaráðherra sem skrifað var undir 25. maí síðastliðinn hefur verið samþykktur.

Frá þessu er greint á versíðu SFR.

Atkvæðagreiðslan hófst 5. júní og lauk kl. 16.00 í dag, 12. júní, en hún fór fram með rafrænum hætti. Á kjörskrá voru alls 5554 félagsmenn hjá ríki og sjálfseignastofnunum. Af þeim greiddu 1855 félagsmenn atkvæði eða 33,4%%.

Já sögðu 1624 eða 87,65%. Nei sögðu 202 eða 10,89%. Þeir sem skiluðu auðu voru 29 eða 1,56%%.