Engar viðræður eru nú á milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um gerð kjarasamninga eftir að ASÍ rifti viðræðunum fyrir rúmri viku. Ástæðan er sögð afstaða SA í sjávarútvegsmálum en SA hafa sett það sem skilyrði fyrir kjarasamningum að ríkisstjórnin eyði óvissu í sjávarútvegi.

ASÍ er að sama skapi með skilyrði sem ekki hafa verið uppfyllt. Þannig hefur ASÍ gert skilyrði um svokallað framfærsluviðmið sem sambandið vill fá fram frá ríkisstjórninni áður en gengið verður frá kjarasamningum. Samningsumboðið er nú hjá landssamböndum ASÍ sem munu semja beint við SA.