Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur lagt fram kauptilboð í öll hlutabréf fyrirtækisins Norðlenska. Þetta staðfestir Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, við Vikudag .

Málið er á byrjunarstigi að sögn Gunnlaugs en undanfarin ár hafi verið skoðað að sameina félögin. Hingað til hafi það ekki gengið upp.

„Núna eins og oft áður er staðan innan greinarinnar erfið. Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar. En hvort af verður veit ég ekki á þessari stundu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vikudag.