Alls eru níu ríki í heiminum sem ráða yfir kjarnavopnum, en það eru þau tæki mannkyns sem geta valdið sem mestri eyðileggingu. Þrátt fyrir fjölda tilrauna með kjarnorkuvopn þá hefur þeim, blessunarlega, einungis verið varpað tvisvar í hernaðarlegum tilgangi, Hiroshima og Nagasaki árið 1945.

Talið er að þessi níu ríki hafi að ráða yfir 15741 kjarnorkusprengju, en af þeim eru Rússland og Bandaríkin með yfir 14.000. Talið er að um 70.000 kjarnorkuvopn hafi verið framleitt á árunum 1945 til 1990 en þeim hefur verið markvisst fækkað á síðustu árum.

Löndin sem hafa enn að ráða yfir kjarnorkuvopnum og áætlaður fjöldi þeirra samkvæmt The Center for Arms Control and Non-Proliferation eru:

  • Rússland með um 7.658 kjarnaodda
  • Bandaríkin með um 7.038 kjarnaodda
  • Frakkland með um 300 kjarnaodda
  • Bretland með á milli 215-225 kjarnaodda
  • Kína með á milli 180-230 kjarnaodda
  • Pakistan með um 130 kjarnaodda
  • Indland með á milli 100-120 kjarnaodda
  • Ísrael með um 80 kjarnaodda
  • Norður-Kórea með tæplega 20 kjarnaodda

Auk þessara landa hafði Suður-Afríka að ráða yfir kjarnavopnum en ákvað að fjarlægja þau úr vopnabúri sínu á níunda áratugnum.

Norður-Kórea sprengdi nýlega vetnissprengju, en með henni er hægt að telja ríkið meðal þróaðra kjarnorkuríkja. Yfirlýsing stjórnvalda sagði að þróun og sprenging vetnissprengjunnar sé liður í hernaðaráætlun stjórnvalda. Sprengingin olli mikilli spennu á svæðinu en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði til neyðarfundar vegna málsins. Sérfræðingar hafa þó dregið í efa að um að sprengjan hafi í raun verið vetnissprengja og telja líklegra að þeir hafi sprengt kjarnorkusprengju.