Kjarrhólmi ehf. ræður yfir 37,57% hlut í Tryggingamiðstöðinni og á sama tíma hefur Fjárfestingarfélagið Grettir selt 35,37% hlut sinn í félaginu, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Samhliða þessu selur Sund ehf. 49,05% hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Gretti. Auk þess sem Landsbankinn selur 8,47% hlut sinn í tryggingafélaginu og á eftir viðskiptin ekkert í félaginu, samkvæmt flöggunum sem birtust í Kauphöllinni.

Eigendur Kjarrhólma ehf. eru Sund ehf. 45%, FL Group hf. 45%, Imon ehf. 5% og Sólstafir ehf. 5%. Sund ehf. er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Imon ehf. er í eigu Magnúsar Ármann og Sólstafir ehf. er í eigu Þorsteins M. Jónssonar.

Sund ehf er eign Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Jónsdóttur að jöfnu.