Stjórn Kjarrhólma hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla í gær um kaup Kjarrhólma ehf. á 37,57% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. Tekur stjórn félagsins fram í tilkynningunni að sótt hefur verið um heimild til Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni.

Er þar stuðst við 39. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, en fullur atkvæðisréttur á grundvelli hlutarins er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Undir tilkynninguna skrifar Kristinn Þ. Geirsson framkvæmdastjóri Kjarrhólma ehf.

Lesendur athugið að þetta er leiðrétt útgáfa en sá misskilningur kom fram í fyrri frétt að hér væri um að ræða stjórn Sunda en það er stjórn Kjarrhólma sem sækir um virkan eignarhlut.