Kjartan Guðbergsson hefur hafið störf hjá Skjánum sem þróunarstjóri gagnvirks sjónvarps, Kjartan starfaði nú síðast hjá fyrirtækinu Industria þar sem hann stýrði framleiðslu á hugbúnaðarlausnum fyrir gagnvirkt sjónvarp en áður var hann verkefnastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus.

Í tilkynningu kemur fram að Kjartan hefur langa reynslu af afþreyingar- og skemmtanaiðnaðinum en hann hefur meðal annars verið talsmaður Félags hljómplötuútgefanda og um árabil verið einn vinsælasti plötusnúður landsins.

Skjá miðlar ehf. er móðurfélag Skjásins sem sér um rekstur frístöðvarinnar SkjárEinn í sjónvarpi, leigu á myndböndum heima í stofu og aðgengi að alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum undir merkjunum SkjárBíó og SkjárHeimur.