Kjartan G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP Fjármögnunar, hefur hætt störfum hjá SP Fjármögnun ásamt tveimur öðrum í forystusveit fyrirtækisins.

Hinir sem hætta eru Pétur Gunnarsson, bróðir Kjartans, og Herbert Arnarson.

SP Fjármögnun heyrir nú undir Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans. Þar undir er jafnframt fyrirtækið Avant. Landsbankinn eignaðist nær allt hlutafé í fyrirtækinu í byrjun árs. Þau sameinuðust bæði Landsbankanum fyrir um mánuði. Nokkuð er um liðið síðan Magnús Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Avant, hætti störfum hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá Landsbankanum er haft eftir Kjartani að hann hafi rekið fyrirtæki á sviði fjármögnunar bíla og tækja í tuttugu ár. Nú þegar fyrirtækið sé komið inn í Landsbankann og breytingar orðið á starfsemininni telji hann rétt að draga sig í hlé.

Ekki verður ráðið í stöður þremenninganna og muni Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum, hafa umsjón með sviðinu fyrst um sinn.